Kóreskar snyrtivörur hitta alltaf í mark

CC-kremið frá Erborian er fullkomið.
CC-kremið frá Erborian er fullkomið. Ljósmynd/Instagram

Suðurkóreska-franska snyrtivörumerkið Erborian kom nýverið á markað á Íslandi. Í línunni er meðal annars CC-krem sem uppfyllir alla drauma. Það er létt, gefur góðan raka og jafnar húðlitinn út á mjög fallegan hátt. 

Skilgreining á CC-kremi virðist oft vefjast fyrir fólki, enda ekki beint augljós hvað um er að ræða. CC-krem gefur töluvert léttari þekju en farði en gefur þó aðeins þekju. Þá lagar það sig að þínum húðlit svo það þarf ekki að hafa miklar áhyggjur af litavalinu. 

CC-kremið frá Erborian er mjög ljóst þegar það kemur úr túbunni. Það er hægt að bera það á með höndunum, þéttum farða bursta eða rökum svampi. Það gefur gullfallega áferð og það þarf ekki að púðra yfir það. Ekki hafa áhyggjur af því að það sé mjög ljóst á húðinni til að byrja með því það lagar sig fullkomlega að þínum húðlit.

Í því er sólavörn 25 SPF, en það er þó gott að skella á sig góðri sólarvörn undir til að tryggja sem besta vörn fyrir sólinni.

Með kreminu er fullkomið að nota aðrar fljótandi förðunarvörur og er til dæmis fullkomið kombó að skella Sensai Bronzing Gel yfir það, þar sem þú myndir annars setja sólarpúður. Fljótandi kinnalitur og ljómapúður setur svo punktinn yfir i-ið. 

Í CC-krema línunni frá Erborian er einnig að finna krem til að hylja rauða tóna í húðinni, CC Red Correct, krem til að lífga upp á húðina, CC Dull Correct og vatnshelt CC-krem, CC Water.

Ljósmynd/Instagram
mbl.is