Er þetta besti farði ársins?

Til vinstri er andlitið ófarðað en til hægri er farðinn …
Til vinstri er andlitið ófarðað en til hægri er farðinn kominn á.

Einn besti farði síðari ára er Synchro Skin Self Refreshing Cushion Compact-farðinn frá Shiseido. Við fyrstu sýn minnir hann töluvert á gamaldags kökumeik en svo blasir dýrðin við þegar farðinn er prófaður. 

Þessi farði kom nýlega á markað og er þyngdarlaus með miðlungsþekju sem hægt er að byggja upp. Ef þú vilt bara örþunnt lag af farða þá setur þú lítið en ef þú vilt þykkara þá setur þú annað lag á þá staði sem þurfa meiri farða. Áferðin á farðanum er fersk og náttúruleg og veitir farðinn mikinn raka og smitar ekki út frá sér. Hann þolir það til dæmis að þú farir með hann í Infra Power hjá Önnu Eiríksdóttur, leikfimisdrottningu í Hreyfingu, án þess að haggast. Farðinn kemur í átta mismunandi litum þannig að hver og einn ætti að geta fundið lit við sitt hæfi. Best er að bera farðann á með förðunarbursta – ekki svampinum sem fylgir með. En auðvitað er það smekksatriði.

Synchro Skin Self Refreshing Cushion Compact-farðinn frá Shiseido.
Synchro Skin Self Refreshing Cushion Compact-farðinn frá Shiseido.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »