Prinsinn í flauelsjakka eins og 007

Vilhjálmur Bretaprins klæddist grænum flauelsjakka í gær, en stórleikarinn Daniel …
Vilhjálmur Bretaprins klæddist grænum flauelsjakka í gær, en stórleikarinn Daniel Craig klæddist einmitt bleikum flauelsjakka á frumsýningu Bond í London. Samsett mynd

Vilhjálmur Bretaprins klæddist dökkgrænum flauelsjakka á Earthshot-verðlaunahátíðinni í London í gær.

Prinsinn hefur greinilega tekið niður nokkra punkta hjá sér um tísku þegar hann mætti á frumsýningu James Bond-kvikmyndarinnar No Time To Die í lok september en þar klæddist Bond sjálfur, Daniel Craig, bleikum flauelsjakka. 

Við flauelsjakkann var Vilhjálmur í svörtum buxum og svörtum rúllukragabol.

Eiginkona Vilhjálms, Katrín hertogaynja af Cambridge, klæddist ljósum kjól með gylltu belti. Hún klæddist kjólnum síðast í heimsókn hjónanna til Los Angeles í Bandaríkjunum árið 2011.

Vilhjálmur Bretaprins og Katrín hertogaynja á Earthshot verðlaunahátíðinni í gær.
Vilhjálmur Bretaprins og Katrín hertogaynja á Earthshot verðlaunahátíðinni í gær. AFP
Vilhjálmur og Katrín.
Vilhjálmur og Katrín. AFP
mbl.is