Með stórfurðuleg og rándýr sólgleraugu

Kim Kardashian með loðin sólgleraugu frá Balenciaga.
Kim Kardashian með loðin sólgleraugu frá Balenciaga. Samsett mynd

Fyrrverandi raunveruleikastjarnan og tískumógúllinn Kim Kardashian var með stór og skringileg gleraugu þegar hún tók þátt í þættinum Saturday Night Live á dögunum. Kardashian birti myndaseríu af sér með gleraugun um helgina. 

Sólgleraugun eru svört og loðin. Þau eru frá tískumerkinu Balenciaga en Kardashian er einstaklega hrifin af því merki. Sólgleraugun heita Fluffy Cat Sunglasses og kosta tæpar 150 þúsund íslenskar krónur. 

Hún var einnig með loðna tösku í stíl og þrívíddarprentaða eyrnalokka frá Balenciaga. Hún klæddist svörtum alklæðnaði við, einnig frá Balenciaga. 

Kardashian klæddist einnig klæðum frá Balenciaga á Met-galakvöldinu í síðasta mánuði og vakti mikla athygli. 

mbl.is