Í gömlum Óskarskjól af mömmu sinni

Angelina Jolie og Zahara árið 2021 og Brad Pitt og …
Angelina Jolie og Zahara árið 2021 og Brad Pitt og Angelina Jolie árið 2014. Sami kjóllinn. Samsett mynd

Hin 16 ára gamla Zahara Jolie-Pitt stal senunni á rauða dreglinum á mánudaginn þegar kvikmyndin Eternals var frumsýnd. Zahara klæddist silfruðum kjól af móður sinni, leikkonunni Angelinu Jolie. 

Kjólinn sem er frá Elie Saab kannast margir við en Jolie klæddist kjólnum á Óskarsverðlaunahátíðinni árið 2014. Hún mætti þá með föður barna sinna, leikaranum Brad Pitt, á verðlaunin en Pitt og Jolie eru nú skilin. 

„Börnin mín eru öll í gömlu og í gamla Óskarskjólnum mínum,“ sagði Jolie í viðtali við ET á frumsýningunni.

Brad Pitt og Angelina Jolie árið 2014. Jolie í kjólnum …
Brad Pitt og Angelina Jolie árið 2014. Jolie í kjólnum fræga. AFP

Jolie sagði börnin hafa nýtt gömul föt af sér en hin 15 ára gamla Shiloh var í kjól af henni frá Gabrielu Hearst að því fram kemur á vef Vogue. Jolie klæddist kjólnum í júlí. Hollywood-stjarnan var hins vegar ekki jafn umhverfisvæn og var í nýjum kjól frá Balmain. 

Angelina Jolie mætti með börnin sín á frumsýningu. Zahara Jolie-Pitt …
Angelina Jolie mætti með börnin sín á frumsýningu. Zahara Jolie-Pitt var í gömlum silfriðum Óksarsverðlaunakjól af henni. AFP
Leikkonan Angelina Jolie í kjólnum.
Leikkonan Angelina Jolie í kjólnum. AFP
mbl.is