„Mann langar ekki alltaf að vera í því sama“

Rakel Hinriksdóttir, dagskrárgerðarkona á N4, ákvað að vera umhverfisvæn þegar hún byrjaði með nýjan sjónvarpsþátt sem heitir Kvöldkaffi. Í þættinum klæðist hún eingöngu fötum frá Hertex á Akureyri.

Hvers vegna ákvaðstu að vera eingöngu í fötum úr hertex í þættinum?

„Það er svolítið flókið að vera með vikulega þætti, upp á klæðnað. Ég hefði helst viljað vera í mínum eigin fötum, en það er víst ekki endalaust til af þeim og mann langar ekki alltaf að vera í því sama. Ég versla sjálf langmest íHertex, Rauða krossinum og öðrum verslunum með notuð föt, þannig að mér datt í hug að athuga hvort að það væri ekki hægt að fara í einhverskonar samstarf þar sem ég gæti komið og fengið föt lánuð þar fyrir þættina. Það var mjög vel tekið í það, og samstarfið við starfsfólkið upp íHertex á Akureyri hefur verið mjög skemmtilegt. Ég hugsa mikið um það að vera umhverfisvæn í daglegu lífi, og mér finnst það vera stórkostlegur gróði fyrir alla að versla við þessar búðir sem tryggja áframhaldandi líftíma fatnaðar. Bæði er þarna möguleiki á að fá einstakar flíkur og maður styrkir gott málefni í leiðinni. Fjöldaframleiðsla á ódýrum fötum er risastórt vandamál og mér finnst mikilvægt að við hugsum öll um það hvernig við högum okkar neyslu í þessum efnum,“ segir Rakel.

Hvernig hefur gengið að finna töff flíkur á Hertex? 

„Ég hef fundið frábærar flíkur hingað til, þetta er svosem ekkert nýtt fyrir mér, að skoða mig um í Hertex á Akureyri og velja mér föt og fleira. Þetta er klárlega uppáhalds búðin mín. Ég kaupi líka mikið af bókum fyrir mig og börnin mín, dót sem mig vantar í eldhúsið, ramma og margt fleira. Það er meira og minna allt til þarna. Varðandi það að finna föt fyrir tökurnar á þættinum, þá er ég ekki mikið stressuð fyrir því vegna þess að ef ég finn ekkert þá á ég sjálf fullt af fötum sem ég hef keypt þar í gegnum tíðina og vel þá bara eitthvað af því.“

Hvernig er stíllinn þinn?

„Ég er með svolítið gamaldags stíl hugsa ég. Ég hrífst svolítið af gömlum skyrtum, kjólum og peysum. Mér finnst gaman að fara í kjóla og oft er þá blómamunstur fyrir valinu. Einnig er ég mjög hrifin af samfestingum. Ég fylgist ekkert með tísku, hef lítinn skilning á því koncepti - mér finnst mikilvægast að ég sé sjálf ánægð með flíkurnar sem ég er í, þær séu þægilegar og fari mér vel.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál