Hvað var á höku Angelinu Jolie?

Hökuskrautið sem Angelina Jolie skartaði á dögunum hefur vakið mikið …
Hökuskrautið sem Angelina Jolie skartaði á dögunum hefur vakið mikið umtal. Það er úr 14 karata gulli. AFP

Angelina Jolie er jafnan þekkt fyrir mjög látlausan og klassískan fatastíl en stundum hefur hún þó komið á óvart til dæmis þegar hún bar litla flösku af blóði eiginmanns hennar Billy Bob Thornton um hálsinn. Nú hefur hökuskrautið sem hún skartaði á frumsýningu kvikmyndarinnar Eternals vakið mikla athygli. 

Hökuskrautið var hannað af Ninu Berenato og er úr 14 karata gulli. Berenato segir að innblástur hönnunarinnar hafi verið grísk og rómversk goðafræði. Hökuskrautið minni á ofurhetjur og að Angelina sé ofurmóðir. 

Jason Bolden stílisti sem vinnur náið með Jolie pantaði andlitsskart Berento fyrir nokkru en því var haldið leyndu fyrir hvern það væri. „Þau vildu koma öllum á óvart með einhverju afar áhugaverðu,“ sagði Berento í viðtali við Times. „Ég reyni að tryggja það að allt sem ég skapa sé einstakt. Það að þau hafi leitað til mín er ótrúlegt.“

Sérfræðingar í skartgripaheiminum eru furðulostnir. „Ég hef aldrei séð neitt þessu líkt. Það gæti verið mjög erfitt að tala með þetta á sér,“ sagði Jos Skeate, eigandi E.C. One skartgripabúðarinnar í London. 

Laila Smith breskur skartgripahönnuður er jákvæð gagnvart þessari nýjung. „Ef þetta valdeflir mann þá er það bara æðislegt og fólk á að láta vaða. Konur eiga að hafa stjórn á eigin líkama og skapi, hvernig svo sem það brýst fram.“

Viðtökurnar á samfélagsmiðlum við hökuskrauti Jolie voru þó mjög misjafnar. 

„Þetta lítur út eins og stór bréfaklemma“

„Aðeins Angelina Jolie kæmist upp með svona lagað.“

Angelina Jolie er með áhugaverðan stíl.
Angelina Jolie er með áhugaverðan stíl. AFP
Svona ber maður hökuskrautið.
Svona ber maður hökuskrautið. Skjáskot
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál