Ljósu lokkarnir fengu að fjúka

Christina Aguilera hefur breytt um stíl fyrir nýtt tónlistarmyndband.
Christina Aguilera hefur breytt um stíl fyrir nýtt tónlistarmyndband. Samsett mynd

Söngkonan Christina Aguilera hefur sagt skilið við ljósu lokkana ef marka má nýjar myndir sem birst hafa á Instagram reikningi hennar. Síðustu daga hefur söngkonan verið að undirbúa útgáfu tónlistarmyndbands við nýjan smell sem hefur fengið heitið „Pa 'Mis Muchachas“ og sunginn er á spænsku af þeim Christina Aguilera, Becky G og Nathy Peluso. Ef heiti lagsins er þýtt yfir á íslensku héti það „fyrir stelpurnar mínar“ og fjallar að stórum hluta um veruleika kvenna. 

Nýtt útlit Aguilera er aðeins grófara er aðdáendur hennar eru vanir. Rauðbrúnt hár hennar setur nýjan og allt annan svip á hana, en það verður ekki sagt annað en að liturinn fari henni einstaklega vel. Ekki er vitað hvort nýja hárgreiðslan sé komin til að vera eða hvort Aguilera snúi aftur í gamalt horf og láti aflita hár sitt aftur eftir að tónlistarmyndbandið hefur verðið frumsýnt.

Gera má ráð fyrir að grófur leður og latex fatnaður, sem minnir óneitanlega á BDSM-stíl, verði allsráðandi í tónlistarmyndbandinu en Aguilera hefur deilt nokkrum myndum af sér í slíkum fatnaði síðustu misseri. Samkvæmt frétt frá PageSix geta aðdáendur nálgast lagið og tónlistarmyndbandið á öllum helstu streymisveitum þann 22. október en Aguilera deildi sýnishorni með fylgjendum sínum á Instagram sem hægt er að sjá hér að neðan. 

View this post on Instagram

A post shared by Christina Aguilera (@xtina)

mbl.is