Katrín átti sviðið í bláum kápukjól

Vilhjálmur Bretaprins og Katrín hertogaynja voru í stíl.
Vilhjálmur Bretaprins og Katrín hertogaynja voru í stíl. AFP

Vilhjálmur Bretaprins og Katrín hertogaynja voru í stíl þegar þau mættu bæði í bláum fötum í hátíðlega veislu á lofts­lags­ráðstefnu Sam­einuðu þjóðanna, COP26, í Skotlandi á mánudaginn. Katrín vakti mikla athygli í bláum kápukjól frá breska merkinu Eponine. 

Kjóll Katrínar er klæðskerasniðinn og tekinn saman í mittið. Kjóllinn er einskonar blanda af kápu og kjól. Flíkin er úr vor- og sumarlínu Eponine frá því í fyrra en hertogaynjan hefur ekki sést í kápukjólnum áður að því fram kemur á vef Daily Mail. Hann gæti hins vegar verið 18 mánaða gamall. Svipaðar flíkur á vef merkisins kosta í kringum 2.400 pund eða um 425 þúsund íslenskar krónur.

Blátt fer Katrínu vel.
Blátt fer Katrínu vel. AFP

Katrín er ekki óvön að klæðast einlitum flíkum og kýs hún oft bláar flíkur. Liturinn fer sérstaklega vel við trúlofunarhring hennar sem er með bláum steini. Við bláa kjólinn var hún í dökkbláum pinnahælum frá Rupert Sanderson. 

Katrín var í dökkbláum pinnahælum við kjólinn.
Katrín var í dökkbláum pinnahælum við kjólinn. AFP
Katrín og Vilhjálmur í stuði.
Katrín og Vilhjálmur í stuði. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál