Nýtt serum með tvöfaldri virkni - er hægt að biðja um meira?

Aggy Wide/Unsplash

Á þessum árstíma þegar kólna fer í veðri skiptir mjög miklu máli að næra húðina vel. Þá kemur nýja serumið frá Shiseido eins og kallað inn í tilverun. Það heitir Ultimune og er margverðlaunað. Það er með tvöfalda virkni sem annarsvegar styrkir ónæmiskerfi húðarinnar og verndar hana fyrir umhverfismengun og hinsvegar örvar serumið blóðflæði húðarinnar sem gerir það að verkum að við verðum ferskari. 

Serumið kom á markað í desember 2020 en er nýlega komið til Íslands. Á þessu tæplega ári sem serumið hefur verið í sölu á heimsvísu hefur það nælt sér í 200 snyrtivöruverðlaun um allan heim. 

Mildur lótus- og rósailmur tekur á móti þér sem eru þekkt fyrir að minnka stresshormón og styrkja yfirborð húðarinnar. Serumið er sérstaklega hannað til að styrkja innri varnir húðarinnar og auka virkni þeirra vara sem notaðar eru á eftir. Það fer hratt inn í húðina og hentar því einstaklega vel undir farða. Notist kvölds og morgna eftir húðhreinsun, má nota með öðru serumi eða eitt og sér.

Gott er að byrja daginn á því að bera það á sig og leyfa því að flæða inn í húðina áður en dagkrem og farði er borðinn á hana. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál