Fullkominn farði fyrir þá sem eru alltaf í sundi

Shiseido Self Refreshing Tint farðinn er mjög góður fyrir fólk …
Shiseido Self Refreshing Tint farðinn er mjög góður fyrir fólk sem fer mikið í sund.

Margir sækjast eftir því að vera ferskleikinn uppmálaður án þess að nokkur farði sé sjáanlegur. Oft erum við líka kannski bara í stuði fyrir eins lítinn farða og hægt er en viljum samt ekki fara út úr húsi óförðuð. Ef þú vilt fullkomið náttúrulegt útlit þá er farðinn Shiseido Self Refreshing Tint hugsanlega eitthvað fyrir þig.

Um er að ræða þyngdarlaust litað gelkrem sem aðlagast og hreyfist í takt við húðina. Þessi létti og einstaki farði er vatnsheldur þannig að þú getur sett hann á þig fyrir sundferðina án þess að hann fari að leka vandræðalega niður andlitið þegar þú ert í djúpum samræðum um hvort það hafi verið rétt hjá Sólveigu Önnu að segja af sér eða ekki.

Þessi farði hefur að geyma ActiveForce™-tæknina sem hjálpar húðinni að standast hita, raka, fitumyndun og andlitshreyfingar.

Farðinn endist allan daginn, sem er kostur fyrir fólk sem er ekki alltaf í speglinum.

Shiseido Self Refreshing Tint er fullkominn fyrir fólk sem vill …
Shiseido Self Refreshing Tint er fullkominn fyrir fólk sem vill ekki að farðinn sé mjög sjáanlegur.
mbl.is