Örfáir dagar í brúðkaup og kjóllinn ófundinn

Paris Hilton er ekki að finna hinn fullkomna brúðarkjól.
Paris Hilton er ekki að finna hinn fullkomna brúðarkjól. AFP

Svo virðist sem hótelerfinginn Paris Hilton sé óákveðin í öllum undirbúningi fyrir væntanlegt brúðkaup sitt og viðskiptamannsins Carters Reums. Samkvæmt fréttamiðlinum Page Six á brúðkaupið að fara fram 11.11. '21 en Hilton hefur ekki enn valið sér brúðarkjól.

Hilton sást þræða brúðakjólaverslanir í New York-borg ásamt systur sinni, Nicki, í liðinni viku. Mátaði hún nokkra kjóla en fann ekki hinn fullkomna kjól. Þá var hún líka að vandræðast með merkið, en valið stendur á milli tískurisanna Valentinos og Oscars de La Renta.

Óákveðni hennar nær ekki eingöngu til klæðaburðarins heldur breyttu tilvonandi hjónin líka um staðsetningu á síðustu stundu. Í síðustu viku tilkynntu þau breytta staðsetningu en upphaflega ætluðu þau að hafa athöfnina í kirkju við hið sögulega Bel Air-bú sem var í eigu látins afa hennar, Barrons Hiltons.

Þau plön hafa sem sagt breyst og hafa þau ákveðið að teygja brúðkaupsfjörið yfir þrjá daga. Standa vonir til að aðalskemmtunin fari fram á Santa Monica-ströndinni þar sem verður karnivalsþema en hinir tveir dagarnir eru bundnir óvissu.

mbl.is