Kidman ástfangin með bert á milli

Nicole Kidman og Keith Urban ástfangin á rauða dreglinum.
Nicole Kidman og Keith Urban ástfangin á rauða dreglinum. AFP

Leikkonan Nicole Kidman mætti á CMA-sveitasöngvatónlistarverðlaunin á dögunum ásamt eiginmanni sínum Keith Urban. Hjónin voru ástfangin og var Kidman stórglæsileg að vanda en sérstakur kjóll hennar vakti mikla athygli.

Kidman klæddist kjól frá Saint Laurent en það er belgíski hönnuðurinn Anthony Vaccarello sem er listrænn stjórnandi hjá Saint Laurent. Kjóllinn, sem er svartur síðkjóll, er óhefðbundinn að því leytinu til að hann er eins og klipptur í miðjunni. Það sást vel í maga Kidman þegar hún klæddist kjólnum en það er einnig aðeins ein ermi á honum.

Við glansandi kjólinn var stórstjarnan með áberandi armbönd, eyrnalokka og hringi úr gulli.

Nicole Kidman í svörtum kjól og Keith Urban töffaralegur.
Nicole Kidman í svörtum kjól og Keith Urban töffaralegur. AFP
mbl.is