Drottningin mætti í djörfum kjól

Maxima drottning Hollands vakti mikla athygli í danskri hönnun.
Maxima drottning Hollands vakti mikla athygli í danskri hönnun. AFP

Hollenska drottningin Maxima mætti í afar djörfum kjól í opinberri heimsókn til Noregs og vakti mikla athygli fyrir val sitt. Um er að ræða bláan síðkjól með útklipptum gylltum hringum og svo glittir í bert hold hér og þar á líkamanum. 

Kjóllinn er úr smiðju danska hönnuðarins Claes Iversens sem búsettur er í Hollandi og er þekktur fyrir djarfa en stílhreina kjóla. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem drottningin er í kjól frá honum og ljóst að hún lætur ekki drottningartitilinn aftra sér frá því að klæðast framúrstefnulegri hönnun.

Drottningin Maxima var í óvenjulegum kjól með útklipptum hringum í …
Drottningin Maxima var í óvenjulegum kjól með útklipptum hringum í opinberri heimsókn til Noregs á dögunum. Skjáskot/Instagram



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál