Bæ bæ þreytta þú!

Nojan Namdar/Unsplash

Þegar kólna fer í veðri skiptir meginmáli að hugsa sem allra best um húðina. Hægt er að fara fjölbreyttar leiðir til þess að fá frísklegri og fallegri áferð á húðina. Eitt af því sem fólk ætti að prófa er Bye Bye Dullness frá IT Cosmetics.

Eins og nafnið gefur til kynna sér töfraformúla um að eyða öllum leiðindum og fríska okkur upp. Bye Bye Dullness eða Bæ Bæ þreytta þú kemur eins og ferskur andvari inn í líf miðaldra kvenna sem vinna of mikið, eiga of krefjandi einkalíf og hvíla sig of lítið. Ef við vöknum þreyttar á morgnana þurfum við vítamínbombu til að hressa okkur við. Formúlan í efninu var hönnuð af húðlæknum og inniheldur 15% C-vítamín. Formúlan er vegan og á tíu dögum er okkur lofað öllu fögru. Eftir að hafa prófað þetta held ég hreinlega að þetta sé nokkuð nærri lagi. Ég hef áður prófað 15% C-vítamín frá Lancôme og var það líka mjög gott. 15% C-vítamín örvar húðina á sérstakan hátt og gerir því raunverulegt gagn.

Í formúlunni er ekki bara C-vítamín heldur einnig E-vítamín sem gerir heilmikið fyrir okkur líka. E-vítamínið eykur rakann í húðinni og nærir hana vel. Formúlan er ilmefnalaus, sem er í takt við nútímaþarfir fólks. Best er að bera kremið á húðina á morgnana og ef þú ert sérlega mikið að mygla í leik og starfi gæti verið sniðugt að nota Bæ bæ þreytta þú bæði kvölds og morgna. Allavega á meðan mesta grámyglan er að ganga yfir. Þegar þú hefur náð upp ljómanum og orðin svo ofurfersk að hægt væri að virkja þig gætirðu farið í það að bera Bæ bæ þreytta þú bara á andlitið á morgnana. Ég mæli með því að fólk beri á sig serum á eftir og líka dagkrem því farði verður aldrei fallegur á húðinni ef hún er ekki vel nærð. Þegar þú ert búin að setja farða á andlitið er uppáhaldstrixið mitt að úða örlitlu af Marc Inbane-brúnkuspreyi yfir andlitið (yfir farðann, ekki undir hann) til að fá ennþá meiri ljóma!

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál