Í þessum glæsifötum týnist enginn

Fyrstu fréttir af því að Kim Kardashian væri komin í samstarf við ítalska tískuhúsið Fendi vöktu heimsathygli. Þetta ítalska tískuhús reis upp úr hálfgerðu dái fyrir ekki svo löngu eftir að hafa toppað sig í kringum 2007 og sokkið jafn snöggt og Titanic.

Fyrir hrun var til verslun í Reykjavík sem seldi vörur frá Fendi þannig að enginn þurfti að hoppa upp í einkaþotu til að kaupa sér klút, stígvél eða tösku. Það að Fendi skuli leita til Kim Kardashian sýnir að það er einhver með viðskiptavit í markaðsdeild Fendi. Hún hefur verið í kastljósinu í 15 ár og hefur kannski ekki alltaf fengið jákvæða gagnrýni. Hún þótti of mikið allskonar sem ekki verður tíundað hér. Nú er hún hinsvegar að búa til raunverulegar tekjur með því að selja aðhaldsföt sem eiga að gjörbreyta vaxtarlagi hinnar hefðbundnu mannveru. Skims selur reyndar ekki bara brjóstahaldara sem stækka barminn um 56% heldur aðhaldsnaríur sem þjappa maganum, lifrinni og nýrunum þannig saman að þessi líffæri eru ekkert að þvælast fyrir og búa til lítinn kút framan á magann.

Skims x Fendi-línan lenti í lúxusverslunum heimsins í síðustu viku og voru að sjálfsögðu á sínum stað í Galeries Lafayette í París þegar ég var þar á ferð. Eins og sjá má á meðfylgjandi ljósmyndum eru jólafötin fundin og mun ég ekki klæðast öðru en bleikum mini-kjól hér eftir. Milli þess mun ég sporta mig í topp og pilsi úr sama bleika efninu. Þar sem þessi bleiku föt eru nánast sjálflýsandi þarf ég ekki að hafa áhyggjur af því að týnast þegar ég fer út með ruslið meðan lægðirnar mokast yfir landið. Einhverjir myndu líta á það sem raunveruleg lífsgæði.

Hér má sjá gínur í fötum frá Skims x Fendi …
Hér má sjá gínur í fötum frá Skims x Fendi í Galeries Lafayette í París en línan kom í verslanir í síðustu viku. mbl.is/Marta María Winkel Jónasdóttir
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál