Söknuðurinn í alvöru partístand án covid-kvíða mikill

Lovísa Tómasdóttir í glimmerkjól úr nýju línunni.
Lovísa Tómasdóttir í glimmerkjól úr nýju línunni.

„Það er ótrúlegt hvað tímarnir og aðstæður hafa mikil áhrif á sköpunina. Andrúmsloftið hefur verið oft svo þungt í samfélaginu og mikil óvissa í gangi. Þetta hefur allt áhrif. Ég vildi gera eitthvað sem myndi gleðja mig og vonandi aðra, með litum og glamúr,“ segir klæðskerinn Lovísa Tómasdóttir um nýja vetrarlínuna sína. 

Lovísa segist sjá sömu áhrif hjá öðrum hönnuðum. Sterkir litir og áberandi flíkur eru mjög vinsælar um þessar mundir. „Ég elska það,“ segir Lovísa.

„Það er mikið partí og glamúr í línunni enda söknuðurinn í alvöru partístand án covid-kvíða mikill. En þó við getum ekki slett almennilega úr klaufunum þá þurfum við samt ennþá að klæða okkur upp,“ segir hún. 

Við fengum að taka myndir inná Pablo Diskóbar sem var fullkominn staður og Anna Margrét ljósmyndari sá um að fanga stemninguna. Ég hafði alltaf ákveðna mynd af þeirri týpu sem myndi klæðast þessum fötum svo að ég hugsa um þessa línu nánast sem sín eigin persóna. Ég sá fyrir mér frjálslynda, sjálfsörugga, grúví dívu í þessum fötum og mér finnst ég einmitt sjá þessa manneskju á myndunum sem Anna tók,“ segir Lovísa. Það var Ester Mondragon sem sá um að fyrirsæturnar Rita og María litu sem best út. 

Partístemning og glimmer í nýju línunni hennar Lovísu.
Partístemning og glimmer í nýju línunni hennar Lovísu. Ljósmynd/Anna Margrét

„Í línunni er ég líka með þennan klassíska „little black dress“. Þetta er vafningskjóll með rykkingum að framan sem er alltaf svo ótrúlega klæðilegt. Slíkur kjóll þyrfti að vera til í hverjum fataskáp. Eins og alltaf er ég með kósýgalla sem er algjör nauðsyn fyrir jólin, hentar einnig afar vel undir jólatréð. Mjög gott að getað legið í leti yfir hátíðarnar í nýjum galla,“ segir Lovísa um nýju línuna. 

Ljósmynd/Anna Margrét

Lovísa saumar föt eftir pöntunum og því í afar takmörkuðu upplagi en hún aðhyllist hugmyndafræðina á bak við hugtakið „slow fashion“. Fyrirkomulagið gerir allt mun persónulegra. Hún segir fólk þurfa að vera tímanlega fyrir jólin og segir að það geti tekið fimm til sjö virka daga þar til að flíkin fari í póst. „Ég er búin að fjölga þeim stærðum sem ég er með í boði. Ég vil að allir sem vilja, geti klætt sig í fötin mín,“ segir Lovísa. 

Ljósmynd/Anna Margrét
Ljósmynd/Anna Margrét
Ljósmynd/Anna Margrét
Ljósmynd/Anna Margrét
Ljósmynd/Anna Margrét
Ljósmynd/Anna Margrét
Klassískur svartur kjóll.
Klassískur svartur kjóll. Ljósmynd/Anna Margrét
Ljósmynd/Anna Margrét
Ljósmynd/Anna Margrét
Ljósmynd/Anna Margrét
Ljósmynd/Anna Margrét
Ljósmynd/Anna Margrét
Ljósmynd/Anna Margrét
Ljósmynd/Anna Margrét
Ljósmynd/Anna Margrét
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál