Vakti furðu á rauða dreglinum

Cardi B á Bandarísku tónlistarverðlaununum á sunnudag.
Cardi B á Bandarísku tónlistarverðlaununum á sunnudag. AFP

Það má með sanni segja að tónlistarkonan Cardi B hafi tjaldað öllu til á Bandarísku tónlistarverðlaununum sem fóru fram í Los Angeles á sunnudagskvöld. Tónlistarkonan hóf kvöldið á rauða dreglinum með furðulega gyllta grímu og lauk því á hvítu dressi með verðlaun fyrir vinsælasta hipphopplagið. 

Við grímuna var hún í svörtum kjól frá Schiaparelli, með stóra eyrnalokka sem minntu helst á ljósakrónu og svart slör yfir höfðinu.

Alls sýndi hún átta klæðnaði á hátíðinni. Þegar hún tók á móti verðlaununum klæddist hún grænum kjól með stórri skikkju. Í tónlistaratriðum sínum var hún svo í fimm mismunandi kjólum og lauk kvöldinu í hvítum kjól með hettu.

Kjóllinn er frá Schiaparelli.
Kjóllinn er frá Schiaparelli. AFP
Cardi B á sviðinu.
Cardi B á sviðinu. AFP
Í grænum kjól þegar hún tók við verðlaununum.
Í grænum kjól þegar hún tók við verðlaununum. AFP
Síðasti kjóll kvöldsins.
Síðasti kjóll kvöldsins. AFP
mbl.is