Engir kósígallar í Emily in Paris 2

Lily Collins fer með aðalhlutverk í Emily in Paris.
Lily Collins fer með aðalhlutverk í Emily in Paris. AFP

Leikkonan Lily Collins segir að það verði engir kósígallar sjáanlegir í nýjustu þáttaröðinni af Netflix þáttunum vinsælu Emily in Paris. Önnur serían verður aðgengileg á Netflix hinn 22. desember næstkomandi. 

Fyrsta sería þáttanna naut mikilla vinsælda þegar hún kom út í október á síðasta ári. Collins fer með aðalhlutverk í þáttunum sem hafa vakið athygli fyrir fallega tísku. 

„Það eru bókstaflega engir kósígallar,“ sagði Collins í viðtali við ástralska Vogue spurð út í tísku annarrar þáttaraðar. „Fataskápur Emily einkennist af björtum litum, skemmtilegheitum og húmor, þar ýti undir persónuleika hennar, sem er sérstaklega mikilvægt þegar við erum að koma út úr faraldrinum þar sem þægindi voru ofar öllu,“ sagði Collins. 

Kósígallinn náði miklum vinsældum í heimsfaraldrinum og hafa sjaldan verið jafn margar verslanir sem bjóða upp á svokölluð „heimaföt“.

Collins segir að við tökurnar hafi henni ekki fundist allt þægilegt en að það hafi verið ótrúlega gaman að leika sér með tískuna aftur. 

Önnur þáttaröð af Emily in Paris kemur á Netflix 22. …
Önnur þáttaröð af Emily in Paris kemur á Netflix 22. desember. Skjáskot/Instagram
mbl.is