Fær hrós fyrir að sýna slitförin

Megan Thee Stallion er ekki feimin.
Megan Thee Stallion er ekki feimin. AFP

Allt ætlaði um koll að keyra þegar bandaríski rapparinn Megan Thee Stallion sýndi stolt slitförin sín á samfélagsmiðlum. Hún uppskar mikil hrós fyrir að nota ekki myndvinnsluforrit til þess að fjarlægja þau. 

„Rendur náttúrulegrar fegurðar...elska þetta,“ sagði einn fylgjandinn.

Megan Thee Stallion hefur áður talað fyrir líkamsvirðingu. Á verðlaunaafhendingu sagði hún eitt sinn: „Ég elska líkama minn. Hver einasta lína, sveigja, ör eða hrukka er skraut á musteri mitt. Líkaminn minn er minn. Enginn á hann nema ég. Sá sem ég hleypi inn í hann er mjög lánsamur. Ykkur finnst hann kannski ekki fullkominn og verður það kannski aldrei. En þegar ég horfi í spegilinn þá elska ég það sem ég sé.“

Slitförin hennar Megan Thee Stallion
Slitförin hennar Megan Thee Stallion Skjáskot/Instagram
mbl.is