Segir grannar fyrirsætur borða mat

Edward Enninful segir grannar fyrirsætur borða mat.
Edward Enninful segir grannar fyrirsætur borða mat. AFP

Edward Enninful, aðalritstjóri breska tískutímaritsins Vogue, segir tískuiðnaðinn hafa breyst mikið. Grannar ofurfyrirsætur borða raunverulega mat og eru ekki jafn gríðarlega grannar eins og var algent fyrir aldamótin 2000. 

„Það er misskilningur að fólk í tískuiðnaðinum borði ekki, en það er ekki satt,“ sagði Enninful í hlaðvarpinu River Cafe Table 4

Hann viðurkennir þó að ekki nógu mikið hafi breyst í tískuiðnaðinum og að enn þurfi að auka fjölbreytileikann, bæði þegar kemur að stærð og gerð líkama og einnig þegar kemur að kynþætti. 

„Þegar þú skoðar, allavega mitt Vogue, þá eru öll velkomin. Alllar gerðir, allar stærðir, allir litir,“ sagði Enninful. 

„Þessi stranga regla um að mega ekki vera af ákveðinni stærð eða að stærð 0 sé hin fullkomna stærð er ekki til lengur. Jafnvel hugmyndin um að vera fyrirsæta hefur breyst. Þú mátt vera lágvaxinn, þú mátt sýna línurnar, þú mátt vera fatlaður,“ sagði Enninful.

Hann segir tískuiðnaðinn ver aða breyta en að hann breytist frekar hægt og sé ekki fullkominn. 

Enninful tók við starfi ritstjóra breska Vogue árið 2017, eftir að Alexandra Shulman lét af störfum, en hún hafði ritstýrt tímaritinu í 25 ár. 

Enninful tók við ritstjórn breska Vogue árið 2017.
Enninful tók við ritstjórn breska Vogue árið 2017. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál