Með takmarkaðan húmor fyrir þröngum gallabuxum

Kolbrún Birna Hallgrímsdóttir Bachmann er með einfaldan og afslappaðan stíl.
Kolbrún Birna Hallgrímsdóttir Bachmann er með einfaldan og afslappaðan stíl. mbl.is/Árni Sæberg

Kolbrún Birna Hallgrímsdóttir Bachmann er upptekin kona með meiru og kemur oft ekki heim fyrr en síðla kvölds eftir langa daga. Því velur hún sér föt sem eru ekki bara töff heldur líka þægileg. Hún segist vera með takmarkaðan húmor fyrir þröngum gallabuxur og leggur hún mikið upp úr því að vera í þægilegum fötum. 

Kolbrún er fædd og uppalin í Vesturbænum og leggur nú stund á meistarnám í lögfræði við Háskóla Íslands. Hún er líka sjálfboðaliði hjá Frú Ragnheiði og sinnir ýmsum verkefnum og aktívisma samhliða því. Smartland fékk að skyggnast inn í fataskáp Kolbrúnar. 

Hvernig föt klæða þig best?

„Fyrst og fremst föt sem mér liður vel í, ég labba mikið á milli staða og er oft að heiman allan sólarhringinn þannig það skiptir mig mestu máli að fötin mín séu þægileg. Ég fer líka mjög mikið í sund þannig ég hef takmarkaðan húmor fyrir einhverjum þröngum gallabuxum eða óþægilegum flíkum eftir það,“ segir Kolbrún.

Kolbrún er oft að heiman allan sólarhringinn og leggur því …
Kolbrún er oft að heiman allan sólarhringinn og leggur því mikið upp úr því að velja föt sem hún getur klætt upp og niður eftir tilefninu. mbl.is/Árni Sæberg

Hún fellur oftast fyrir blazer jökkum. „Ég elska góða þægilega blazera og þá helst frekar oversized. Svo ná svört „chunky boots“ mér líka alltaf sama hvað og mér finnst ég aldrei eiga nóg af þeim,“ segir Kolbrún. 

Hún lýsir fatastílnum sínum einföldum og þægileg. „Einföld klæðileg föt og nokkrir statement skartgripir eða fylgihlutir. Flest allt eitthvað sem er auðvelt að klæða upp og niður og virkar vel saman.“

Dragtina keypti Kolbrún notaða og er sannkallaður happafengur þar sem …
Dragtina keypti Kolbrún notaða og er sannkallaður happafengur þar sem hún virðist sem sniðin á hana. mbl.is/Árni Sæberg

Hvernig klæðir þú þig dagsdaglega?

„Dagarnir mínir eru svo fjölbreytilegir að ég er oftast með einhvern basic grunn sem ég get klætt upp og niður eftir því sem líður á daginn. Grunnurinn samanstendur oftast af svörtum buxum og blazer eða kápu og svo eru það rúllukragar, skyrtur, hlýrabolir og hettupeysur sem rótera smá yfir daginn þegar ég flandra á milli funda, bókasafna, kaffihúsa og tónleika.“

Hvernig klæðir þú þig þegar þú ert að fara eitthvað fínt?

„Ég fer í einhverjar fínni blússur eða pallíettutoppa og hvíta (gervi) loðfeldinn minn, hann er must.“

Kötturinn Mandla.
Kötturinn Mandla. mbl.is/Árni Sæberg

Gert ótal tilraunir að innleiða meiri litagleði

Þegar Kolbrún er spurð hvort hún hafi gert einhver slæm fatakaup á ævinni nefnir hún appelsínugulan samfesting. „Ég hef gert ótal tilraunir til að innleiða meiri litagleði í fataskápinn með mismiklum árangri. Fyrsta sem mér dettur í hug er appelsínugulur samfestingur sem er vissulega mjög fallegur en ég hef notað hann nákvæmlega einu sinni og sé ekki fram á að fara nokkurn tímann í hann aftur ef ég á að vera alveg hreinskilin,“ segir Kolbrún. 

Bestu kaupin eru hins vegar hvíti gerviloðfeldurinn sem hún keypti notaðan fyrir nokkrum árum og regnheld kápa frá Prada. 

Kápan er ein af eftirlætis fötum Kobrún. Hana fékk hún …
Kápan er ein af eftirlætis fötum Kobrún. Hana fékk hún í Spúútnik. mbl.is/Árni Sæberg

Hvað myndir þú aldrei fara í?

„Það er í rauninni ekki margt sem ég myndi ekki geta hugsað mér að klæðast ef það kæmi í svörtu, nema kannski crocs skór eða einhver álíka hörmung.“

Er eitthvað sem þér finnst flott á öðrum en myndir ekki fara í sjálf?

„Já en það er ekkert eitt sérstakt sem kemur upp í hugann, fer alltaf bara eftir því hvort mér líði vel með sjálfa mig í flíkinni.“

„Einföld statement pieces ná sérstaklega til mín, það sem er …
„Einföld statement pieces ná sérstaklega til mín, það sem er mér kærast eru hringur og hálsmen eftir Margréti Unni (@ mu.ndumig), gullarmband frá ferð minni til Santorini á Grikklandi og steinahringur sem ég erfði frá ömmu minni.“ mbl.is/Árni Sæberg

Áttu þér uppáhaldsmerki?

„Ekki þannig séð, ég reyni að versla sem mest second-hand þannig það eru engin sérstök merki sem standa þar upp úr, en VagaBond og Dr. Martens standa upp úr sem uppáhalds skómerkin mín.“

En uppáhaldslit?

„Ég held að það fari ekkert á milli mála að mér líður lang best í svörtu en svo koma einhverjir jarðlitir líka sterkt inn, dökkgrænn er þar fremst í flokki núna ásamt beige.“

Kolbrún er mikill sökker fyrir blazerum. Hún er einstaklega hrifin …
Kolbrún er mikill sökker fyrir blazerum. Hún er einstaklega hrifin af síddinni á þessum jakka sem hún fékk í Verzlanahöllinni á Laugavegi. mbl.is/Árni Sæberg
Kolbrún fellur oft fyrir stórgerðum skóm.
Kolbrún fellur oft fyrir stórgerðum skóm. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is