Gummi kíró segir leðurjakka ekki lengur í tísku

Guðmundur Birkir Pálmason veit hvað er í tísku í dag.
Guðmundur Birkir Pálmason veit hvað er í tísku í dag. Skjáskot/Instagram

Kírópraktorinn og tískumógúllinn Guðmundur Birkir Pálsson segir þröngar buxur, leðurjakka og Yeezy skó ekki lengur vera málið í tískunni í dag. Guðmundur, sem stundum er kallaður Gummi kíró, hefur vakið athygli fyrir fatastíl sinn og veit nákvæmlega hvað er í tísku og hvað ekki. 

Gummi fór yfir tísku vetrarins í story á Instagram. Þar sagði hann „statement“ jakka, víðar buxur og ljósa liti vera í tísku í vetur. 

Þetta er í tísku í dag.
Þetta er í tísku í dag.
Þetta er ekki í tísku í dag.
Þetta er ekki í tísku í dag.

Gummi sjálfur er með rándýran smekk og sýnir reglulega hverju hann klæðist á Instagram. Þá er hann einnig gefin fyrir þekktustu tískumerki heims, Gucci, Louis Vuitton og Burberry eins og Smartland tók saman fyrr á þessu ári.

Gummi virðist svo sannarlega vera maður orða sinna en hann birti mynd af sér þar sem hann tikkar í öll boxin yfir það sem er heitt. Þar er hann í flottum jakka, buxum í víðu sniði og öll fötin eru í ljósum lit.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál