Stórkostlegar jólaskreytingar Chanel í París

Í tilefni af 100 ára afmæli ilmsins Chanel N°5 er verslun tískuhússins við 19 rue Cambon skreytt með vísun í ilminn. Búið er að varpa ilmsvatnsglasinu utan á húsið ásamt stjörnum með ljósi í. Jólaskreytingarnar eru í anda tískuhússins sem gerir allt vel og þannig að fólk upplifi eitthvað stórkostlegt. 

Verslunin við 19 rue Cambon var opnuð 2018 en nokkrum húsnúmerum ofar eða við 31 rue Cambon opnaði Gabrielle Chanel, sem oftast var kölluð Coco, sína fyrstu verslun sem seldi hatta. Í sama húsi bjó hún sjálf eða dvaldi þegar hún þurfti ró, frið og innblástur en ítarlega var fjallað um íbúðina í Sunnudagsmogganum um helgina. 

HÉR er hægt að lesa greinina um íbúð Chanel við 31 rue Cambon. 

mbl.is