Geggjuð augnhár setja punktinn yfir i-ið

Þóra Siguróladóttir segir flott augnhár setja punktinn yfir i-ið á …
Þóra Siguróladóttir segir flott augnhár setja punktinn yfir i-ið á hátíðarförðuninni.

Þóra Siguróladóttir segir að þegar kemur að hátíðarförðun á aðventunni setji geggjuð augnhár punktinn yfir i-ið. Sjálf er hún hrifnust af látlausum augnhárum sem ýkja þó hin náttúrulegu augnhár og mælir með augnhárunum frá Eyelure, en hennar uppáhalds eru natural í bleiku pakkningunum.

Þóra vinnur í snyrtivörudeild Hagkaup á Akureyri og er dugleg að prófa nýja farða. Hennar uppáhalds er Teint Touche Éclait frá Yves Saint Laurant. Í dag fylgdi glæsilegt snyrtivörublað Hagkaups með Morgunblaðinu. 

„Ég hef alltaf notað hann þangað til CC kremið frá It Cosmetics kom fyrr á þessu ári, þá bara einhvernvegin skipt yfir,“ segir Þóra en farðinn frá YSL á þó alltaf stað í hjarta hennar. 

Augnhár frá Eyelure.
Augnhár frá Eyelure.
Þessir farðar hafa verið í uppáhaldi hjá Þóru í ár.
Þessir farðar hafa verið í uppáhaldi hjá Þóru í ár. Samsett mynd

Hvaða maskarar eru í mestu uppáhaldi?

„Lash Freak Urban Decay er geggjaður ef þú vilt dramatískt lúkk en annars er ég alltaf með Hypnose frá Lancome.“

Lash Freak maskarinn frá Urban Decay.
Lash Freak maskarinn frá Urban Decay.

Dior 999 alltaf fullkominn

Um jólin stefnir Þóra á að nota Wild West augnskugga pallettuna frá Urban Decay. „Ég get alltaf fundið eitthvað gott lúkk með henni. Ég geri yfirleitt látlausa förðun um augun en legg meiri áherslu á að vera með flottan kinnalit og varalit,“ segir Þóra og bætir við að 999 frá Dior sé hinn fullkomni rauði jólavaralitur. 

Wild West pallettan frá Urban Decay.
Wild West pallettan frá Urban Decay.

Á áramótunum stefnir hún á aðeins meira partílúkk og sér fyrir sér að nota Cyber pallettuna frá Urban Decay en þar er að finna skemmtilega liti sem lífga upp á hvaða förðun sem er. Þá ætlar hún einnig að nota Heavy Metal Glitter augnblýant frá sama merki með. 

Þóra mælir með næringarvatni frá Biotherm undir gott rakakrem.
Þóra mælir með næringarvatni frá Biotherm undir gott rakakrem.

Undirstaðan að fallegri förðun er falleg húð. Á vetrin er nauðsynlegt að gefa húðinni nægan raka og því mælir Þóra með að velja rakakrem og nota næringarvatn undir. Hún mælir með Pure Shots rakakremunum frá YSL og til að gulltryggja að húðin fái nægan raka mælir hún með essence næringarvatninu frá Biotherm.

Cyber pallettan frá Urban Decay er hin fullkomna augnskuggapalletta fyrir …
Cyber pallettan frá Urban Decay er hin fullkomna augnskuggapalletta fyrir áramótin.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál