Steyptist út í exemi - hvað er til ráða?

Amanda Dalbjorn/Unsplash

Jenna Huld Eysteinsdóttir húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér fær hún spurningu frá manneskju sem glímir við exem í andliti ásamt hormónabólum. 

Sæl Jenna. 

Ég glími við exem í andliti og miklar hormónabólur. Það er ótrúlega erfitt að halda niðri í báðum kvillum á sama tíma. Um leið og ég prufaði retinol (mjög lítið og mjög varlega) varð exemið mjög slæmt. Bólurnar eru það helsta sem ég pirra mig á.
Þarf ég bara að sætta mig við bæði? Get því miður ekki hætt á hormónameðferðinni.

Kveðja, B

Jenna Huld Eysteinsdóttir húðlæknir á Húðlæknastöðinni.
Jenna Huld Eysteinsdóttir húðlæknir á Húðlæknastöðinni. mbl.is

Komdu sæl.

Við könnumst vel við þetta vandamál og getur tekið tíma að finna réttu meðferðina. Þar sem retinól og retinóíðar þurrka upp húðina og minnka virkni fitukirtla getur það verið of mikið fyrir exemhúð. Og bólurnar geta líka versnað við meðhöndlun á exemhúðinni sem vantar mikinn raka og helst þá olíur. Ég myndi hverja þig til að nota salicylsýruhreinsi og væg retinól á bólusvæðin ásamt léttu „non-comedogenic“ kremi, og svo þykkara olíukenndara rakakrem á hin svæðin. Ef dugar ekki til, leita til húðlæknis þar sem þetta er ekki einfalt vandamál að eiga við.

Gangi þér vel,

Jenna Huld Eysteinsdóttir. 

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent Jennu Huld spurningu HÉR. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál