Glimmer nauðsynlegt yfir hátíðirnar

Hrafnhildur Garðarsdóttir, deildarstjóri í Hagkaup í Garðabæ, er alltaf með puttann á púlsinum þegar kemur að því hvað er nýjast og best í snyrtivöruheiminum. Yfir hátíðirnar stefnir hún á farðanir með glimmeri, enda sjaldan betri tími til að taka út glimmerið heldur en yfir hátíðirnar. 

Smartland fékk að skyggnast í snyrtibudduna hjá Hrafnhildi. Þegar kemur að farða þá segir Hrafnhildur að Double Wear farðinn frá Esteé Lauder sé hennar uppáhalds. „Ég er búin að prófa marga farða í gegnum árin en þetta er einn sá besti að mínu mati,“ segir Hrafnhildur. Hennar uppáhalds maskari er Just Click it frá Gosh en hún notar einnig maskara frá Clarins. 

Estée Lauder Double Wear og Just Click It maskarinn frá …
Estée Lauder Double Wear og Just Click It maskarinn frá Gosh.

Hrafhildur er ekki búin að ákveða hvernig hún ætlar að mála sig um jólin en eitt er víst, það verður glimmer og rauðtóna varalitur. „Þetta er bara þannig tími, það verður að vera glimmer,“ segir Hrafnhildur. Hún er segir eina bestu augnskuggana vera frá ArtDeco en þeir koma stakir og hægt er að velja sína liti í pallettu. Þá er hún einnig hrifin af augnskuggagrunninum sem gefur litunum meiri dýpt.

Spurð hvað setji punktinn yfir i-ið þegar kemur að hátíðarförðun segir Hrafnhildur að falleg augnhár séu góð leið til að láta allt smella. Hún er hrifnust af augnhárunum frá Kiss. Segullinn virkar þannig að í augnblýantnum er segull sem augnhárin svo festast við. 

Augnskuggarnir frá Artdeco.
Augnskuggarnir frá Artdeco.
Augnhárin frá Kiss eru með segul.
Augnhárin frá Kiss eru með segul.

Maski lykillinn í kuldanum

Í kuldanum er mikilvægt að næra húðina vel og tryggja að hún fái þann raka sem hún þarf. Hrafnhildur segir algjöra nauðsyn að eiga góðan maska yfir köldustu vetrar mánuðina. Hún mælir með Extra Intensive maskanum frá Sensai. „Þessi er alveg einstaklega góður og það má sofa með hann. Hann vinnur líka á fínum línum og gefur húðinni mjög góða næringu,“ segir Hrafnhildur. 

Maskinn frá Sensai er bráðnauðsynlegur í kuldanum.
Maskinn frá Sensai er bráðnauðsynlegur í kuldanum.

Undir farða mælir hún með góðu kremi sem heldur rakanum í húðinni yfir daginn. „Extra-firming kremin frá Clarins eru mjög góð undir farða. Ég mæli líka með Le lift kremunum frá Chanel,“ segir Hrafnhildur. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál