Bylgjurnar eru að koma sterkar inn

Það skiptir flesta máli að vera ekki með úfið hár um jólin. Krullujárn hafa notið mikilla vinsælda en nú hafa bylgjujárn verið að koma sterk inn. 

Bylgjujárnið frá HH Simonsen minnir svolítið á vöfflujárnin sem gerðu allt vitlaust fyrir um 40 árum nema að vöfflurnar úr bylgjujárninu eru miklu stærri og grófari. Með þessu járni bylgjast hárið fallega án þess að verða úfið.

ROD VS9-bylgjujárnið frá HH Simonsen.
ROD VS9-bylgjujárnið frá HH Simonsen.

Áður en hárið er bylgjað skiptir miklu máli að næra það vel. Byrjaðu á því að þvo það upp úr þínu uppáhaldssjampói og settu hárnæringu í hárið á eftir. Svo skaltu setja hitavörn í hárið áður en þú blæst það. Það skiptir máli að hárið sé þurrt þegar það er bylgjað.

Til þess að fá fallegar bylgjur í hárið skaltu nota ROD VS9-bylgjujárnið frá HH Simonsen. Um er að ræða járn sem fagmenn nota. Skiptu hárinu upp í átta hluta og byrjaðu að framan öðrum megin og færðu þig svo aftur í hnakka. Þá skaltu fara aftur fremst og bylgja hárið lokk eftir lokk aftur í hnakka þangað til hárið er allt komið með fallega liði. Þá getur þú hrist það aðeins til og jafnvel sett örlítið hársprey í hárið svo greiðslan haldist sem best. Með þessa greiðslu getur þú mætt í hvert jólaboðið á fætur öðru án þess að hafa áhyggjur af hárinu.

Þessi hitavörn er nauðsynleg í hárið áður en hárið er …
Þessi hitavörn er nauðsynleg í hárið áður en hárið er þurrkað og bylgjað.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál