Katrín ömmuleg í nýrri skyrtu

Katrín í skyrtu frá Ralph Lauren.
Katrín í skyrtu frá Ralph Lauren. AFP

Katrín hertogaynja skoðaði nýja sýningu á Victoria and Albert Museum í Lundúnum í dögunum. Katrín sem slær oftast í gegn fyrir flottan fatastíl sótti innblástur nokkra áratugi aftur í tímann þegar hún valdi skyrtu fyrir heimsóknina á safnið. 

Skyrtan sem Katrín klæddist er frá bandaríska fatahönnuðinum Ralph Lauren. Skyrtan er gamaldags en tískan gengur í hringi og kostar flíkin 139 pund á heimasíðu merkisins eða um 24 þúsund krónur.

Mynstrið á skyrtunni minnir suma á áttunda áratuginn. Amma Katrínar eða jafnvel Elísabet Bretadrottning gætu þess vegna hafa átt svipaða skyrtu á sínum tíma. Katrín klæddist háum dragtarbuxum við skyrtuna rétt eins og fyrirsæta Ralph Lauren gerði þegar hún sat fyrir í skyrtunni. Katrín var einnig með belti með áberandi sylgju eins og fyrirsætan. 

Katrín var í svörtum buxum við skyrtuna og með áberandi …
Katrín var í svörtum buxum við skyrtuna og með áberandi belti. AFP
Fyrirsæta Ralph Lauren í eins skyrtu og Katrín hertogaynja klæddist …
Fyrirsæta Ralph Lauren í eins skyrtu og Katrín hertogaynja klæddist á dögunum. Ljósmynd/Ralph Lauren
mbl.is