Loðfeldir ekki lengur í tísku

Loðfeldur er ekki lengur í tísku samkvæmd tískutímaritinu Elle.
Loðfeldur er ekki lengur í tísku samkvæmd tískutímaritinu Elle. Ljósmynd/Pexels/SHVETS

Tískutímaritið Elle hefur lagt bann við að auglýsingar þar sem loðfeldir sjást birtist í tímaritinu og á vefútgáfu blaðsins. Þá hefur umfjöllun um loðfeldi í tímaritinu einnig verið bönnuð. Ástæðan er dýravernd en varaforseti og alþjóðlegur ritstjóri blaðsins, Valeria Bessolo Llopiz, segir loðfeldi sömuleiðs dottna úr tísku. 

„Loðfeldir virðast vera úreldir og eru ekki í tísku lengur,“ sagði Llopiz á tískuráðstefnu í London í síðustu viku. 

Bannið var einnig sett til þess að koma til móts við hina svokölluðu Z-kynslóð sem lætur ekki bjóða sér hvað sem er. „Z-kynslóðin, sem er meginmarkhópur tísku- og lúxusvörumerkja, er mjög meðvituð um sjálfbærni og dýravernd. Þessi kynslóð vill í reynd sjá tískumerki taka ábyrgð, samfélagslega ábyrgð, og það er það sem er að gerast,“ sagði Llopiz. 

Elle er gefið út í 45 löndum í heiminum. Þrettán útgáfur hafa skrifað undir samninginn um að loðfeldir skuli af síðum þeirra. Tuttugu útgáfur munu gera það 1. janúar á nýju ári og afgangurinn á nýársdag 2023. 

The New York Post

mbl.is