Nýja parið mætti í eins fötum

Jonah Hill og Sarah Brady voru í stíl.
Jonah Hill og Sarah Brady voru í stíl. AFP

Leikarinn Jonah Hill mætti með kærustuna sína, brimbrettakennarann Söruh Brady, á frumsýningu á dögunum. Parið vakti ekki bara athygli vegna þess að þetta var í fyrsta skipti sem það sást saman opinberlega heldur vegna þess að þau voru í eins fötum. 

Parið, sem byrjaði saman í sumar, var í sæbláum Gucci-jakkafötum. Þau voru í eins bláum skóm sem pössuðu hrikalega vel við jakkafötin. Þau voru síðan bæði með hálsmen í stíl við fötin.

Hill hefur hingað til ekki verið sá sem stelur senunni á rauða dreglinum eða talinn vera tískufyrirmynd. Það gæti verið að breytast og átti leikkonan Jennifer Lawrence ekki séns í Hill og Brady en Lawrence mætti þó kasólétt á rauða dregilinn. 

Jonah Hill og Sarah Brady í eins fötum. Skórnir og …
Jonah Hill og Sarah Brady í eins fötum. Skórnir og skartgripirnir toppa útlitið. AFP
mbl.is