Systur og makar með tryllt aðventupartí

Hulda Karlotta hönnuður og Katla Hreiðarsdóttir eigandi Systur&Maka eru komnar …
Hulda Karlotta hönnuður og Katla Hreiðarsdóttir eigandi Systur&Maka eru komnar í jólaskap.

Íslenska verslunin Systur og makar stendur fyrir aðventupartíi á fimmtudaginn frá 20.00 til 22.00. Streymt verður beint frá partíinu á Smartlandi Mörtu Maríu. Katla Hreiðarsdóttir eigandi Systra og maka segir að hugmyndin hafi kviknað eftir að konur á landsbyggðinni létu í sér heyra og vildu líka fá að taka þátt í gleðinni í búðinni. 

„Hugmyndin kviknaði í framhaldi af því að við höfum verið með langar opnanir í búðinni með tilboðum og fleiru sem ekki allir hafa tök á að taka þátt í með því að koma á staðinn. Á þennan hátt, með því að gera þetta í lifandi útsendingu, geta allir verið með, hvar sem er á landinu, hvar sem er í heiminum,“ segir Katla Hreiðarsdóttir eigandi Systra og maka. Hún mun stýra viðburðinum ásamt Huldu Karlottu sem er hönnuður hjá fyrirtækinu. 

„Við fáum ótrúlega flotta og skemmtilega gesti til okkar en meðal annarra má nefna að Eva Laufey Kjaran ætlar að koma og segja okkur frá nýju uppskriftabókinni sinni. Gerður Huld Arinbjarnar frá Blush kemur og kynnir okkur nýju hjálpatækjalínuna sína. María Krista ketódrottning fer yfir það nýjasta í ketóheiminum, Eirný Sigurðardóttir ostaséní segir okkur frá ostavali fyrir hátíðarnar sem og fleiri góðir gestir munu koma við sögu. Dagskráin er fjölbreytt og skemmtileg en einnig fáum við góð ráð við undirfataval, förðunarkennslu, fatamátun og tónlistaratriði frá fjöllistahópnum Freyðijólum svo eitthvað sé nefnt.

Verslunin sjálf verður lokuð á meðan og því allir með jafnt aðgengi að tilboðum sem verða í boði en á netversluninni verður 10% afsláttur af öllu meðan á viðburði stendur. Einnig gefst áhorfendum nú kostur á að taka þátt í happdrætti þar sem vinningarnir eru margir og stórglæsilegir. Til þess að vera með þarf einfaldlega að finna þrjá köngla sem faldir eru víðsvegar á heimasíðu Systra og maka www.systurogmakar.is og fylla út þátttökuseðil sem finna má á forsíðunni. Dregið verður svo úr vinningum í beinni meðan á útsendingu stendur en til mikils er að vinna og geta allir tekið þátt í því,“ segir Katla. 

Á hlekknum hér fyrir neðan verður hægt að horfa á útsendinguna! 

Katla hvetur áhorfendur til að senda myndir úr heimapartíum með myllumerkinu #adventupartysysturogmakar21. Ein mynd verður valin úr og hlýtur vinningshafinn glæsilegan vinning í lok kvöldsins. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál