Eitt vinsælasta húðvörumerki heims til Íslands

Eitt vinsælasta húðvörumerki heims verður loksins fáanlegt á Íslandi! Það heitir Kiehl‘s og var stofnað í New York 1851. Stofnandi merkisins var lyfjafræðingurinn John Kiehl. Lærlingur hans, Irving Morse, tók við rekstrinum árið 1921 og jók hann vöruval verslunarinnar sem varð að Apóteki sem bauð upp á teblöndur, jurtir, lyf, hunang og fyrstu Kiehl’s vöruna. 

Morse hafði alltaf mikla trú á Kiehl‘s vörunum og lagði mikið upp úr því að leyfa viðskiptavinum að prófa vörurnar sínar. Í 100 ár hefur mottóið „TryBeforeYouBuy“ verið leiðandi hjá Kiehl‘s. Árið 1924 varð Kiehl‘s með fyrstu snyrtivörumerkjum heims til að lista innihaldsefni vörunnar á umbúðum til að upplýsa viðskiptavini, löngu áður en löggjafir urðu um slíkt. Þegar sonur Irving‘s tók við fyrirtækinu fór merkið að þróast út í það sem við þekkjum í dag.AaronMorse var fær efnafræðingur sem skaffaði Bandaríkjastjórnpensilín og sérstaktAloe Vera sem notað var gegn geislabruna.

Enn þann dag í dag heldur merkið í apótekarastílinn og leggur mikið upp úr því að allar vörur séu lífrænar og innihaldi kraft náttúrunnar. Mikil áhersla er lögð á umhverfisvænar formúlur og lágmarksumbúðir sem í dag eru allar endurnýttar og endurvinnanlegar. Stjörnur á borð við Kim Kardashian, Kylie Jenner, Makeup by Mario og Chrissy Teigen nota vörur frá Kiehl‘s og hafa dásamað í mörg ár.

Vinsælustu vörurnar frá merkinu eru Ultra Facial Cream sem er andlitskrem. Midnight Recovery Concentrate næturmeðferð fyrir þá sem vilja lagfæra og endurnýja húðina yfir nóttina. Formúlan jafnar og þéttir áerð, örvar náttúrulega rakaframleiðslu og blæs lífi í þreytta húð. Formúlan hentar öllum húðgerðum og aldri. Creamy Eye Treatment með avókadó er vinsælasta augnkremið frá Kiehl‘s. Milt, rakagefandi augnkremið gengur fljótt inn í húðina og styrkir varnarkerfi húðar. Kremið gefur raka allan daginn/nóttina, dregur úr þrota og pokum á augnsvæði og jafnar litarhátt. Augnkremið hentar öllum húðgerðum og aldri, sérstaklega viðkvæmum. 

Það ætti því enginn að þurfa að vera með slæma húð um jólin! 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál