Verður þú með flottasta hárið um jólin?

Það er gaman að hafa fallegt og ræktarlegt hár um jólin. Þess vegna ætlar Smartland Mörtu Maríu, í samstarfi við heilsöluna bpro, að gefa tveimur heppnum lesendum Compact hárblásara í litnum Golden Delight, True Divinity sléttujárn í litnum Golden Delight, Heat Protection hitavörn og Moisture sjampó og hárnæringu. Allt er þetta frá HH Simonsen. 

Með því að þvo hárið upp úr þessu sjampói, setja svo hitavörn í hárið og blása það þá fær hárið einstakt yfirbragð. Svo getur þú rennt í gegnum það með sléttujárni á eftir eða notað sléttujárnið til að krulla hárið. 

Hver pakki kostar 74.845 krónur og því er til mikils að vinna. 

Það sem þú þarft að gera er að fylgja Smartlandi á Instagram og merkja þann sem á skilið að vinna þennan pakka með þér. Það getur verið amma þín, uppáhaldsfrænka þín, dóttir þín, afi þinn eða bara sá sem þú kýst að gleðja um jólin. 

mbl.is