Ilmir sem hitta í mark sem jólagjöf

Ben White/Unsplash

Fólk er misgott í því að finna jólagjafir sem hitta í mark. Ef þú vilt gera gott mót þessi jólin þá er vörumerkið Boss með tvo framúrskarandi ilmi sem ættu að hitta í mark. Um er að ræða tvo af vinsælustu ilmum fyrirtækisins sem nú eru fáanlegir í jólafötum. 

Herrailmurinn Boss Bottled edp kemur nú í gulli slegnu glasi sem er afar fínt. Það er ekki bara góð lykt af ilminum heldur er gullflaskan mikið stofustáss. Þessi klassíski herrailmur hefur lifað af allskonar hæðir og lægðir í tískuheiminum en hann kom fyrst á markað 1998. Ilmurinn var hannaður af Annic Menardo. Það má segja að þessi ilmvatnshönnun hafi slegið í gegn því á þriggja sekúndna fresti selst eitt glas af Boss Boddled edt í heiminum. 

Þessi gullflaska er mikið stofustáss.
Þessi gullflaska er mikið stofustáss.

Eftir velgengni herrilmsins Boss Bottled var hún fengin til að hanna dömuilm í stíl. Þá kom dömuilmurinn Boss Alive á markað. Þessi dömuilmur er afar lokkandi. Helstu innihaldsefni eru epli, vanilla og cedarviður en saman mynda þessi þrjú efni heillandi ilm sem hentar breiðum hópi. 

Alive frá Boss passar nútímakonunni vel.
Alive frá Boss passar nútímakonunni vel.
mbl.is