Sex hártrix Baldurs sem klikka ekki

Baldur Rafn Gylfason
Baldur Rafn Gylfason

Flestum er annt um hárið á sér og vilja hugsa sem best um það. Hér koma sex góð ráð fyrir þá sem vilja hafa hárið glansandi fallegt um jólin. Baldur Rafn Gylfason hárgreiðslumeistari og eigandi bpro gefur lesendum góð ráð: 

1. Notaðu hæfilegt magn af sjampói og nuddaðu hársvörðinn með mjúkum hringlaga hreyfingum og dreifið sjampóinu út í enda. Þegar hágæðavara er notuð er nóg að nota magn á stærð við 5 krónu pening.

2. Gott er að nota djúpnæringu einu sinni í viku til að viðhalda gljáa, mýkt, raka og heilbrigði hársins.

3. Mundu eftir hitavörn! Hvort sem þú ert að blása, slétta eða krulla hárið er hitavörnin lykilatriði.

4. Ekki þvo á þér hárið á hverjum degi. Með því að þvo það daglega hreinsarðu hárið af náttúrulegum olíum sem getur gert hárið líflaust.

5. Notaðu þurrsjampó til að lengja tímann á milli þvotta.

6. Notaðu sólarvörn í hárið. Hárið er jafn viðkvæmt fyrir sólinni og húðin og getur þornað og brotnað ef við verjum það ekki fyrir geislum sólar. 

HÉR getur þú lesið tímarit bpro. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál