„Íslandsleg“ peysa í jólabombu Netflix

Jennifer Lawrence í peysunni góðu sem þykir nokkuð Íslandsleg.
Jennifer Lawrence í peysunni góðu sem þykir nokkuð Íslandsleg. Skjáskot/Netflix

Í kynningarefni kvikmyndarinnar Don't Look Up, sem frumsýnd var á Netflix fyrir hátíðirnar, klæðist aðalleikkonan Jennifer Lawrence fallegri prjónaðri peysu. Peysan minnir þó nokkuð mikið á íslenskar lopapeysur. 

Peysan sem um ræðir er frá ALC og heitir Hollis sweater. Hún er með fallegum munsturbekk yfir brjóstið og sama munstur er á ermunum. Um peysuna segir í vefverslun að peysan sé prjónuð úr alpakkaull og mynstrið sé í „fair isle“-stíl. 

Eyjapeysa Lawrence fékkst í vefverslun Shopbop en er nú uppseld þar sem og í flestum öðrum vefverslunum. 

Hollis sweater sem er áberandi í kvikmyndinni Don't Look Up …
Hollis sweater sem er áberandi í kvikmyndinni Don't Look Up á Netflix.
mbl.is