Kjóllinn hafi ekki verið óviðeigandi

Kendall Jenner og Haily Bieber í brúðkaupinu.
Kendall Jenner og Haily Bieber í brúðkaupinu. Skjáskot/Instagram

Fyrirsætan Kendall Jenner segir að kjóll sem hún klæddist í brúðkaupi vinkonu sinnar í nóvember á síðasta ári hafi ekki verið óviðeigandi. Kjóllinn þótti nokkuð efnislítill fyrir tilefni eins og brúðkaup og var hún gagnrýnd fyrir að klæðast honum. 

Kjóllinn sem um ræðir er svartur kjóll frá Mônot. Á honum eru þríhyrningslaga göt yfir kviðnum. Birti hún myndir af sér í story á Instagram eftir brúðkaupið ásamt fyrirsætunum Bellu Hadid. 

Á gamlárskvöld birti vinkona hennar, Lauren Perez, myndir úr brúðkaupinu og þar má sjá nokkrar myndir af Jenner í kjólnum. „Óviðeigandi kjóll fyrir brúðkaup Kendall Jenner. Ég skammast mín fyrir þig,“ skrifaði einn netverji við myndirnar. 

Kendall Jenner ásamt brúðhjónunum.
Kendall Jenner ásamt brúðhjónunum. Skjáskot/Instagram

Perez og Jenner svöruðu athugasemdinni auk aðdáanda. Aðdáandinn spurði hvort þessari manneskju ætti ekki að vera sama, fyrst Jenner hafi spurt Perez um leyfi. „Hún var gullfalleg og ég elskaði það,“ skrifaði Perez. 

„Ég spurði þig augljóslega um leyfi með góðum fyrirvara. Við elskum brúðkaup á ströndinni,“ svaraði Jenner. 

View this post on Instagram

A post shared by LPW (@laurenperez)

mbl.is