Nærbrækur óþarfi í djörfum kjól

Guli kjóllinn sem Heidi Klum klæddist hefur vakið athygli.
Guli kjóllinn sem Heidi Klum klæddist hefur vakið athygli. Samsett mynd

Þýska ofurfyrirsætan Heidi Klum er ófeimin við að sýna línurnar. Hún klæddist gulum kjól frá merkinu Dundas á dögunum en gat ekki klæðst nærbuxum á sama tíma. Norski fatahönnuðurinn er gríðarlega vinsæll hjá hinum ríku og frægu. 

Klum er þekkt fyrir að klæðast flegnu en virðist vera búin að skipta um stíl. Kjóllinn frá Dundas nær alveg upp í háls en sýnir hins vegar allt bakið og nokkrir spottar halda kjólnum saman á annarri hliðinni. 

Klum var ekki í nærbuxum.
Klum var ekki í nærbuxum. Skjáskot/Instagram

Peter Dundas er maðurinn á bak við Dundas-merkið og hefur hann notið gríðarlegra vinsælda síðan Beyoncé klæddist kjól frá honum á Grammy-verðlaunahátíðinni árið 2017. Kjóll Beyoncé fór ekki framhjá neinum en þetta var í fyrsta skipti sem Beyoncé kom fram eftir að hún tilkynnti að hún ætti von á tvíburum. Dundas var áður listrænn stjórnandi hjá ítalska tískuhúsinu Roberto Cavalli.

Stjörnurnar Ciara, Katy Perry, Kendall Jenner, Gabrielle Union og Emily Ratajkowski eru einnig aðdáendur. Forsetafrúin fyrrverandi, Michelle Obama, hefur einnig sést í dragt frá Dundas. 

Beyoncé kom fram í hönnun Peter Dundas.
Beyoncé kom fram í hönnun Peter Dundas. AFP
View this post on Instagram

A post shared by Heidi Klum (@heidiklum)

View this post on Instagram

A post shared by Heidi Klum (@heidiklum)



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál