Upplifir óöryggi vegna hárþynningar

Robbie Williams hefur reynt að endurvekja hárvöxtinn án árangurs.
Robbie Williams hefur reynt að endurvekja hárvöxtinn án árangurs. Ljósmynd/mbl.is

Tónlistarmaðurinn Robbie Williams hefur miklar áhyggjur af hárvexti sínum. Williams hefur verið viðkvæmur fyrir því hve mikið hár hans hefur verið að þynnast upp á síðkastið og segist eiga erfitt með að sjá skína í hársvörðinn.

„Ég er að missa hárið. Ég er svo sem alveg í lagi en þegar það skín ljós ofan á hausinn á mér þá verð ég eins og barnsrass,“ sagði tónlistarmaðurinn.

Robbie Willams reyndi í örvæntingu sinni að bregðast við þynningunni með því að gangast undir háraukandi sprautumeðferð. Sterar og öðrum efnum er sprautað inn í hársvörðinn og eiga að endurvekja hárvöxt og styðja við hársekki sem eru til staðar. Sprautumeðferðin hefur ekki skilað Williams þeim árangri sem hann vonaðist eftir og segir hann það vera mikil vonbrigði. Meðferðin hafi kostað hann fúlgur.

„Ekkert hefur gerst. Núna eru liðnir sjö mánuðir og hárið á mér er eins,“ sagði Williams. Samkvæmt frétt frá Daily Star er Robbie Willams sagður upplifa óöryggi vegna þessa og hræðist hann það mjög að aðdáendur hans muni ekki líta hann sömu augum ef hárið fær allt að fjúka.

mbl.is