Ekkert verra en toppurinn hræðilegi

Courteney Cox með umdeilda hárgreiðslu í Scream 3.
Courteney Cox með umdeilda hárgreiðslu í Scream 3. Ljósmynd/IMDB

Leikkonan Courteney Cox á þann vafasama heiður að hafa skartað einni ljótustu hárgreiðslu kvikmyndasögunnar. Cox var með hrikalega ljótan topp þegar hún lék í hrollvekjunni Scream 3 sem kom út um síðustu aldamót. 

Cox viðurkenndi í spjallþætti Drew Barrymore að toppurinn hefði verið alveg misheppnaður. „Í hverri Scream mynd reyndi ég að finna upp á nýju útliti fyrir hana sem var alveg viðbjóðslegt, ljótt eða of mikið,“ sagði Cox um útlitið á persónu sinni í Scream. Neve Campbell mótleikkona hennar minnti hana þá á toppinn. 

„Hann var verstur. Ég var búin að gleyma honum. Það var ekkert verra,“ sagði Cox og sagði toppinn vera mikinn lærdóm enda minningin um hann til staðar að eilífu í kvikmyndinni. 

Courteney Cox er með fallegt svart hár en ekki topp.
Courteney Cox er með fallegt svart hár en ekki topp. AFP

Ekki var um alvöru topp að ræða heldur gervihár sem var fest á Cox. Lengdin á toppnum fer Cox ekkert sérstaklega vel en það var ekki með ráðum gert. Örstuttur toppurinn varð vegna misskilnings. Ofan á allt var bara einn toppur af gervihári. 

mbl.is