Endurgerði umdeildan kjól Jenner

Nadia Sawalha og Kendell Jenner.
Nadia Sawalha og Kendell Jenner. Skjáskot/Instagram

Breska sjónvarpsstjarnan Nadia Sawalha gerði stólpagrín að fyrirsætunni og fyrrverandi raunveruleikastjörnunni Kendall Jenner á instagramsíðu sinni. Jenner klæddist afar undarlegum kjól í brúðkaupi í lok síðasta árs. 

Sawalha er venjuleg 56 ára kona sem lítur ekki út eins og ofurfyrirsæta og er dugleg að einbeita sér að jákvæðri líkamsvirðingu á Instagram. Oftar en ekki tekur hún stjörnuna Kim Kardashian fyrir en í þetta skipti beindi hún spjótum sínum að litlu systur hennar, Kendall Jenner. 

Jenner vakti athygli nýlega fyrir kjól sem hún klæddist í brúðkaupi vinkonu sinnar í nóvember. Margir netverjar sögðu kjólinn óviðeigandi en kjóllinn er frá merkinu Mô­not. Á hon­um eru þríhyrn­ingslaga göt yfir kviðnum. 

Breska stjarnan bjó til svipaða flík úr svörtu límbandi. Ekki skal fullyrt hvor flíkin er flottari, hönnunarkjóllinn frá Mô­not eða múndering Sawalha. Uppátæki hennar hefur að minnsta kosti vakið mikla kátínu hjá netverjum. 

mbl.is