María Sigrún var í 18 ára gömlum jakka úr H&M

María Sigrún Hilmarsdóttir.
María Sigrún Hilmarsdóttir. Skjáskot/Rúv

Fréttakonan María Sigrún Hilmarsdóttir er ein glæsilegasta kona landsins. Hún birtist Íslendingum reglulega á skjánum en föt hennar eru ekki öll rándýr og af nýjustu gerð. María Sigrún klæddist gömlum jakka úr H&M þegar hún las tíufréttir í gærkvöldi.

„Í kvöld las ég fréttir í jakka sem ég keypti í H&M fyrir 18 árum,“ skrifaði María Sigrún á Twitter í gærkvöldi og birti mynd af sér í fallegum dragtarjakka. 

Klassísk föt endast lengi og detta ekki út tísku. Skiptir þá ekki alltaf máli hvort þau eru keypt í H&M eða í dýrari merkjavörubúðum. Svo er í tísku að ganga í notuðum fötum svo ekki sé talað um umhverfissjónarmiðin.  

mbl.is