Las fréttir í skyrtu sem kostaði klink

Svava Kristín í skyrtunni sem kostaði aðeins 700 krónur.
Svava Kristín í skyrtunni sem kostaði aðeins 700 krónur. Skjáskot/Instagram

Íþróttafréttakonan Svava Kristín Grétarsdóttir greindi frá því á samfélagsmiðlum í gærkvöld að hún hafi lesið íþróttafréttir í skyrtu sem hún hafði keypt á nytjamarkaði fyrir litlar 700 krónur. Svava segist hafa vera iðin við að finna gull og gersemi á nytjamörkuðum í gegnum tíðina og að hún sé snillingur í að blanda saman dýrum og ódýrum flíkum, jafnt sem nýjum og gömlum. 

„Og í kvöld las ég fréttir í skyrtu sem keypti á nytjamarkaði á 700 kr,“ tísti Svava Kristín eftir að hafa lesið landsmönnum íþróttafréttir í beinni útsendingu í gær.

Svava Kristín hefur næmt auga fyrir tísku og er óhætt að segja að hún sé ein best klædda kona landsins. Svava Kristín er þó ekki eina fjölmiðlakonan sem vakti athygli fyrir klæðaburð sinn í vikunni því fréttakonan María Sigrún Hilmarsdóttir tjáði sig um 18 ára gamlan H&M jakka sem hún klæddist í tíufréttum á þriðjudagskvöld.

Stórglæsilegar báðar tvær!

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál