Hvaðan er kjóll Marentzu?

Marentza Poulsen er 71 árs.
Marentza Poulsen er 71 árs. mbl.is/Árni Sæberg

Marentza Poulsen, 71 árs smurbrauðsdama, prýddi forsíðu sérblaðsins Á besta aldri, sem kom út á dögunum.

Marentza er litrík og skemmtileg manneskja sem elskar lífið og vill fá sem mest út úr því. Hún lætur drauma sína rætast og er enn að vinna þótt hún sé orðin 71 árs. 

Það hefur rignt inn fyrirspurnum um glæsilega kjólinn sem Marentza klæddist á forsíðunni. Til að hafa allt uppi á borðum getum við upplýst að kjóllinn var keyptur í Stefánsbúð, sem selur einstakar vörur, og er kjóllinn frá Henrik Vibskov úr línu frá 2020. 

Henrik Vibskov er danskur hönnuður sem hefur verið með sitt eigið merki lengi en hann fór að vinna sjálfstætt eiginlega um leið og hann útskrifaðist úr Central Saint Martins College of Art and Design í Lundúnum 2001. Hann fæddist 1972 og er ekki bara hönnuður heldur líka listamaður og tónlistarmaður. Línan hans frá 2020 var valin merki ársins á Elle Style Award. 

Á besta aldri 

Ef þér liggur eitthvað á hjarta getur þú sent spurningu HÉR. 

Marentza Poulsen prýðir sérblað Morgunblaðsins, Á besta aldri.
Marentza Poulsen prýðir sérblað Morgunblaðsins, Á besta aldri.
mbl.is