Kanye West uppáhaldsförðunarfræðingurinn

Hér sést handbragð Wests á augnlokum Fox.
Hér sést handbragð Wests á augnlokum Fox. Skjáskot/Instagram

Leikkonan Julia Fox sagði nýja kærastann, tónlistarmanninn Kanye West, vera sinn uppáhalds förðunarfræðing í sögu á Instagram á dögunum. Á myndinni sem fylgdi mátti sjá West leggja sitt af mörkum við að setja dökka augnförðun á Fox fyrir rauða dregilinn á tískuvikunni í París.

Ekki fylgdi sögunni hvort áberandi augnförðunin hafi alfarið verið eftir Kanye West en Fox hefur lengi stuðst við sama förðunarfræðinginn áður en West kom til sögunnar. Fréttamiðillinn People greindi frá.

Mikið hefur farið fyrir þeim Fox og West upp á síðkastið en fyrstu fregnir af ástarævintýri þeirra bárust á gamlárskvöld. Þrátt fyrir ansi stutt samband þá virðist Kanye West strax vera farinn að stjórna klæðaburði og útliti Fox. En það er sama uppskrift og hann er sagður hafa notast við í hjónabandinu við fyrrverandi eiginkonu sína, athafnakonuna Kim Kardashian. 

Parið steig sín fyrstu skref saman á rauða dreglinum um liðna helgi og vöktu mikla athygli fyrir að klæðast í samskonar fatnaði tvo daga í röð. 

mbl.is