Kardashian syrgir kjólameistara sinn

Kim Kardashian í einum frægasta kjól sínum og Thierrys Muglers.
Kim Kardashian í einum frægasta kjól sínum og Thierrys Muglers. AFP

Athafnakonan Kim Kardashian syrgir nú tískuhönnuðinn Thierry Mugler. Mugler var maðurinn á bakvið fjölda kjóla sem Kardashian hefur klæðst í gegnum árin, en hann lést á sunnudag 73 ára að aldri. 

„Manfred Thierry Mugler. Hjarta mitt er mölbrotið. Það er enginn eins og þú. Sýn þín, vinnan þín, galdrarnir þínir. Mér finnst ég svo heppin að hafa þekkt þig, eytt tíma með þér og að hafa verið vinur þinn,“ skrifaði Kardashian um Mugler á Instagram. Með lét hún fylgja fjölda mynda af kjólum sem þau unnu að saman. 

Thierry Mugler.
Thierry Mugler. AFP

Kardashian bætti við að hann hefði átt eftir að gera svo margt og að þau hefðu átt mörg verkefni framundan. „Ég mun aldrei gleyma tíma okkar um allan heim saman og að fá að læra frá meistaranum sjálfum um hvað hátíska raunverulega þýðir,“ skrifaði Kardashian. 

Kjóllinn vakti mikla athygli.
Kjóllinn vakti mikla athygli. AFP

Einn frægasti kjóll Kardashian, á Met Gala árið 2019, var úr smiðju Muglers. Kjóllinn var úr latexi og í honum var ofurþröngt lífsstykki. Það tók mikið á Kardashian að vera í kjólnum eins og hún greindi frá í viðtölum sama ár. Þegar Mugler hannaði kjólinn var hann sestur í helgan stein, en ákvað að grípa tækifærið og aðstoða vinkonu sína.

Síðustu klæðin sem hann hannaði fyrir Kardashian var hrekkjavökubúningur sem hún var í á Hrekkjavökunni á síðasta ári. 

Síðasta verk Muglers fyrir Kardashian.
Síðasta verk Muglers fyrir Kardashian. Skjáskot/Instagram
mbl.is