Vaxtarlagið eins og úr teiknimynd

Thierry Mugler lést 73 ára að aldri.
Thierry Mugler lést 73 ára að aldri. AFP

Manfred Thierry Mugler lést fyrir skömmu, 73 ára að aldri. Margar stjörnur hafa í kjölfarið minnst hans sem hæfileikaríks hönnuðar. Kóngur mikils íburðar segir The Times í umfjöllun sinni um hinn ógleymanlega Mugler.

Mótaði líkamann af mikilli list

„Hann skapaði föt sem voru líkastir búningum. Mugler fæddist í Strassborg og var mikill áhugamaður um vaxtarækt. Þessi áhugi endurspeglaðist í hönnun hans þar sem hann mótaði líkama kvenna og karla af mikilli kúnst. Vaxtalagið varð nánast eins og klippt úr teiknimynd, brjóstin stór og mittið lítið,“ segir í umfjöllun The Times. 

Cardi B í kjól eftir Mugler.
Cardi B í kjól eftir Mugler. AFP

Stórar axlir  

Þá átti Mugler sinn þátt í því að stórar axlir urðu vinsælar í kvennatískunni á níunda áratugnum. Konur voru að ryðja sér til rúms á vinnumarkaðnum og þessi tíska var ákveðin endurspeglun á breyttu samfélagsmynstri.

„Ég hef aldrei litið á mig sem fatahönnuð. Ég er meira eins og stjórnandi og fötin sem ég skapaði lýstu ákveðinni stefnu hversdagsins. Það voru konur með lítið mitti og breiðar axlir, þetta var ekkert mjög ýkt hjá mér. Axlirnar hafa alltaf verið mikilvægar,“ sagði Mugler eitt sinn.

Margir eftirminnilegir kjólar

„Mugler lýsti hönnun sinni sem þrívíddar list á manneskju. Minnisstæðast er þegar raunveruleikastjarnan Kim Kardashian mætti í Met Gala 2019 í húðlituðum latexkjól með kristöllum þannig að það leit út fyrir að hún væri rennandi blaut. Út frá þessu varð til hugtakið „wet couture“ eða blaut hátíska. Fleiri kjólar Mugler hafa valdið usla í gegnum tíðina eins og til dæmis svarti kjóllinn í kvikmyndinni Indecent Proposal sem Demi Moore klæddist. Sá kjóll var valinn einn af eftirminnilegustu kjólum áratugarins.“

Kim Kardashian fékk Mugler til þess að hanna þennan einstaka …
Kim Kardashian fékk Mugler til þess að hanna þennan einstaka kjól árið 2019. AFP
Beyoncé í gullsamfestingi frá Thierry Mugler.
Beyoncé í gullsamfestingi frá Thierry Mugler.

Forðaðist sviðsljósið á seinni árum

Mugler hætti að mestu leyti að hanna föt í kringum árið 2002 en tók þó að sér einstaka verkefni fyrir stjörnur á borð við Beyoncé og Kim Kardashian.

Á seinni árum sótti hann lítið í sviðsljósið og einbeitti sér að vaxtarækt og undirgekkst lýtaaðgerðir sem hann segist hafa þurft vegna áverka eftir óhöpp í ræktinni.

Mugler var afskaplega farsæll hönnuður og vinsæll.
Mugler var afskaplega farsæll hönnuður og vinsæll. AFP
View this post on Instagram

A post shared by Demi Moore (@demimoore)

Mynd af Thierry Mugler frá árinu 2019.
Mynd af Thierry Mugler frá árinu 2019. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina