Bragi Páll lét hárið fjúka

Rithöfundurinn Bragi Páll Sigurðarson krúnurakaði sig.
Rithöfundurinn Bragi Páll Sigurðarson krúnurakaði sig. Samsett mynd

Rithöfundurinn Bragi Páll Sigurðarson, sem meðal annars er þekktur fyrir að skarta íburðarmiklu, krulluðu hári, er sem nýr maður eftir að hann rakaði af sér hárið.

Bragi sýndi nýju klippinguna á Twitter nú í morgun. „Vor í lofti. Gekk í verkið. Rúinn inn að skinni,“ skrifaði Bragi við myndaseríuna. 

Bragi hefur gert það gott á ritvellinum undanfarin ár en nú fyrir jólin kom út hans önnur skáldsaga, bókin Arnaldur Indriðason deyr, og vakti hún mikla athygli. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál