„Ég er búin að draga inn magann síðan ég var 11 ára“

Jamie Lee Curtis vildi ekki fela neitt.
Jamie Lee Curtis vildi ekki fela neitt. Samsett mynd

Leikkonan Jamie Lee Curtis segir að henni hafi aldrei fundist hún jafn frjáls og við tökur á kvikmyndinni Everything Everywhere All at Once. Curtis notaðist ekki við neina aukahluti eða fitubúning heldur sleppti því einfaldlega að sjúga inn magann.

„Í heiminum er iðnaður, margra milljarða króna iðnaður, sem snýst um að fela hluti. Hyljarar, dót sem mótar lögun þína, fylliefni, aðgerðir, föt, gervihár. Allt ger til að fela hver við erum raunverulega. Og það sem ég sagði við alla var: ég vil ekki fela neitt,“ sagði Curtis í viðtali við Entertainment Weekly. 

„Ég er búin að draga inn magann síðan ég var 11 ára gömul, þegar maður byrjar að vera meðvitaður um stráka og líkama, og gallabuxurnar eru sjúklega þröngar. Ég tók mjög meðvitaða ákvörðun um að hætta öllu þessu og slaka á öllum vöðvum sem ég hef notað til að fela sjálfa mig. Það var markmiðið mitt,“ sagði Curtis. 

Curtis fer með hlutverk Deirdre Beaubeirdra sem vinnur hjá ríkisskattstjóra í Bandaríkjunum. 

„Eftir að hún skrifaði undir samninginn sendi hún okkur myndir af skrítnum fötum og hári. Það var ein mynd sem Dan Kawan hafði fundið á netinu af skrifstofudömu hjá skattinum, nei kannski vann hún hjá Samgöngustofu, allavega þá þrábað Curtis okkur um að fá að líta út eins og hún. Þessi mynd var leiðarvísir okkar að hárinu og fötunum sem hún klæddist,“ sagði Daniel Scheinert annar höfunda og leikstjóra kvikmyndarinnar í viðtali. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál